þriðjudagur, 25. janúar 2011


endurkoma

hann hafði ekki komið þangað í nokkurn tíma, heildarmynd og einstakir þættir báru þó enn svip sinn og minni, eins og dul birta upp af niðurníddum veggjum - en eitthvað virtist öðruvísi, trén ekki aðeins hærri og vatnið horfið undir bylgjandi sefgrænu

það var eins og gamli tíminn horfði aftur frá staðnum, vaxinn að mestu frá sjálfum sér og búinn til farar, líkt og hér aðeins til að kveðja: ilmur flöktandi greina reis eins og dulmál í þykku kvöldloftinu og annað nær endurtók sig í rökkrinu

eXTReMe Tracker