laugardagur, 8. janúar 2011


konungur orðanna hefur beðið mig um að rita niður hugdettur sínar

ég mætti konungi orðanna á daglegri leið minni hjá ljósaskiptum og breytingum, mér var talsvert brugðið því ég hefði aldrei ávarpað slíkan mann að fyrra bragði - hann vatt sér upp að mér og sagði eitthvað um ljósið sem lifnar milli vetranna eða hvað birtingin skrifar í döggina eða það sem jafnvel hann gæti aldrei fest á hverfult blað úr gleymandi skógum; meira man ég hvorki né skildi enda á talsverðri hraðferð annað

eXTReMe Tracker