laugardagur, 4. desember 2010


af hæðum borgarinnar

ég man þau kvöld og nætur;
gamlar húsaþyrpingar dregnar upp
eins og leikmynd í birtu götuljósanna,
sæluvinda hríslast í blöðum suðrænna pálma,
hvernig skuggar lauftrjánna svifu yfir gangvegum,
ljósin á brúnni, hljóðin frá veitingastöðum og börum,
salt loftið, dökk hafdjúpin, undrin í óendanleika himins
og yfir jörðinni þetta loforð eða játning sem býr í ungu sumri

eXTReMe Tracker