hugur og heimur
tveir spekingar mættust og ræddu um heima og geima; annar sagði veröldina sprottna úr vitund sinni, hinn sagði vitund sína sprottna úr veröldinni
sá fyrri sagði: öll náttúran er vitund mín, eins og jörð undir skýjuðum tindum, veður og vindar ósjálfráðar hugsanir og aðeins botn óendanleikans endimörk sálarinnar
hinn svaraði: vitund mín er aðeins endurvarp himins á vatni jarðar, fjarræn efni sínu eins og ölduniður upphafsins eða skuggi ljóssins; leiftrandi draumur í eilífri nótt
og enn rífast þeir og deila, eins og mótsagnir af eðli máls og merkingar
sá fyrri sagði: öll náttúran er vitund mín, eins og jörð undir skýjuðum tindum, veður og vindar ósjálfráðar hugsanir og aðeins botn óendanleikans endimörk sálarinnar
hinn svaraði: vitund mín er aðeins endurvarp himins á vatni jarðar, fjarræn efni sínu eins og ölduniður upphafsins eða skuggi ljóssins; leiftrandi draumur í eilífri nótt
og enn rífast þeir og deila, eins og mótsagnir af eðli máls og merkingar