laugardagur, 18. desember 2010


þrír litir úr sannfæringu

ég man að rétt fyrir drauminn þóttist ég sjá vegleysu sveipast í andránni milli djúps og misturs, hvar dyr eilífðarinnar opnuðust í skilningi sem varð aðeins fundinn í tilfinningu; þar ætlaði ég einnig jarteikn hins fyrsta veruleika, eða þess sem gaf ljósið og dró upp vindinn, og hins síðasta, eða þess sem geymir lausn himnanna og lykla næturinnar; síðan missti ég þráðinn í umrót svefnsins og allt varð að ljóði

eXTReMe Tracker