miðvikudagur, 8. desember 2010


fuglabúrið

hvað er það sem við köllum sál nema sú stund
sem villtur rauðbrystingur svífur óvart inn
opinn musterisglugga í morgunskímunni
og flögrar örvita inn milli hofsúlnanna
fyrr en máðar hendur hafa að lokum
sleppt honum aftur upp í himnana
er opnast bak við loga sólseturs

eXTReMe Tracker