dulmál villimeyjanna
við vitum ekki hvort þú hafir veitt því eftirtekt, sögðu þær sem trúðu á anda og töluðu við tré og steina, en það eru áletranir í ljósaskiptunum, fótatök í ölduróti sjávar og rödd undir fallandi kvöldi sem þú greinir ekki frá andvara af döggvuðum engjum
ég sagðist ekki trúa á þess háttar og reyndi að tala ekki niður til þeirra; að minn veruleiki væri sá sem allir sæju, heyrðu og gætu fundið
fundið? gripu þær fram í og augu þeirra glömpuðu í fyrstu mánageislunum, getur þú fundið að veröld mannsins er stund sundrungar, upphaf hennar gleymt og endir röklaus?; aðeins samtal upp úr svefni, andartak bak við guð eða eldur frá nótt til nætur, dansandi logar yfir afrískum sléttum
ég sagðist ekki trúa á þess háttar og reyndi að tala ekki niður til þeirra; að minn veruleiki væri sá sem allir sæju, heyrðu og gætu fundið
fundið? gripu þær fram í og augu þeirra glömpuðu í fyrstu mánageislunum, getur þú fundið að veröld mannsins er stund sundrungar, upphaf hennar gleymt og endir röklaus?; aðeins samtal upp úr svefni, andartak bak við guð eða eldur frá nótt til nætur, dansandi logar yfir afrískum sléttum