brot úr skýjunum
það bárust raddir í blænum um ljóðskáld sem gat í eina stund hreyft við sjálfum undirstöðum tilverunnar; afhjúpað dulin minni himnanna og ráðið tákn lífsins af jörðu í leiftrandi opinberun orðsins, líkt og hinn fágætasti skrautgali veraldar hefði sest á rithönd þess og gefið upp dvalarstaði gyðja og goðmagna listarinnar í undurblíðu næturljóði, áður en hann slapp úr netháf augnabliksins - út í óleystar gátur reyks og nætur