allt er tónlist
allt er tónlist, sagði kondúktorinn, hlustaðu út undan þér: norðurljós eða næturregn á blikkplötu eins og einleikur fiðlu upp úr bakgrunni fallandi strengja eða fjarlægra stjörnuþyrpinga;
gömul tilfinning sem gengur aftur milli fortíða eða atvik á ljósmynd eða rekadrumbur í fjöru eins og sprek úr yfirgefnu hreiðri eða minnið í hljómi tréspils;
gluggi sem veit út að birtunni eða gáróttur stígur í vorleysingum eða von eða það sem kveikir dögunina og aðgreinir tónlist frá engu;
þetta sagði kondúktorinn áður en hann sneri brúnaþungur tónsprotanum aftur að rennandi fljótum og glitrandi ísbreiðum að kvöldlagi
gömul tilfinning sem gengur aftur milli fortíða eða atvik á ljósmynd eða rekadrumbur í fjöru eins og sprek úr yfirgefnu hreiðri eða minnið í hljómi tréspils;
gluggi sem veit út að birtunni eða gáróttur stígur í vorleysingum eða von eða það sem kveikir dögunina og aðgreinir tónlist frá engu;
þetta sagði kondúktorinn áður en hann sneri brúnaþungur tónsprotanum aftur að rennandi fljótum og glitrandi ísbreiðum að kvöldlagi