mánudagur, 29. nóvember 2010


að morgni

eitthvað
hefur vaxið
í faðmi nætur
og stígur nú fram
undir hinni glóandi dýrð
sem máninn lofaði í alla nótt,
og stjörnur hverfa ein af annarri
inn í geislandi slóð þessarar nýju sólar
meðan rís af náð hennar gullöld glæstra sigra

eXTReMe Tracker