föstudagur, 15. október 2010


úr dimmunni

eitthvað af tímanum hefur snúist við og hverfst um líðandi stund eins og ljósöldur brotna í stirnda mergð á glæru augans

hinir miklu söngvar næturinnar vaknað af hljóðri gleymd og runnið saman við hljómandi strengjaverk náttúrunnar

og sjálfur alheimurinn, eins og endalausar breiður af ólífutrjám í vindi, þroskað aldin sín á stirndum greinum vetrarbrautanna

eXTReMe Tracker