fimmtudagur, 12. ágúst 2010


ágúst

nú var orðið dimmt úti við á þeim tíma sem hann gekk vanalega heim á leið, áin í dalnum svartleit og spegillaus og eins og einhver hryllingur í trjánum; greinar þeirra þrungnar óttasleginni eftirvæntingu í vindhviðunum eins og fiðlur úr lokakafla líðandi sumars

eXTReMe Tracker