fyrir miðnætti
þægilegt
að sitja á veröndinni
kvöldið eftir heitan dag,
klukkan að nálgast miðnætti
en enn þá nokkuð hlýtt úti fyrir,
og horfa á trén hreyfast í golunni;
engin hugsun í gangi, aðeins þögult áhorf
á hægar dýfur stærstu greinanna og blaktandi laufin
rétt sjáanleg í ljósinu frá bænum og veikri birtu stjarnanna