úr þokunni
það var dálítil þoka á strætinu sem hún gekk eftir, eins og hún hefði ratað í minningu þar sem smáatriði hafa máðst en atburðarásin stendur eftir að mestu - og að sums staðar hefðu atburðir og staðir runnið í óræðar samsetningar og umhverfið öðlast tilfinningu eða væntingu; eigið líf í samruna veruleika sem móta hverjir aðra í sífellu líkt og strandlengja og sjávarmál; og þarna gekk hún, eins og aðkomandi þáttur í eigin hugsunum; um gamalt hverfi fullt af minningum og vonum alls staðar