þriðjudagur, 20. júlí 2010


undir sunnudegi

nótt hefur farið yfir skýjum,
strætin orðin auð í þögulli bið;
bara hljóðið í laufinu við gluggann
og þær hugsanir sem nema ekki staðar
eða renna saman við slitrur hálfdraums,
gleymdar um leið án marks um tilvist sína;
hér virðist tíminn fjarlægari en nokkru sinni
líkur lágværum öldum bak við ósýnilegan skugga;
annað fjarað út; aðeins bjart rýmið í vöku morgungeislanna

eXTReMe Tracker