svartur og rauður
unga nótt!
með hafið í brjóstinu
og höfuðið fullt af skýjum;
þín svefnlausa þrá og dökka ró;
- í hálfhljóðinu milli næturlestanna
rísa gljáandi strætin upp af skugganum
og einhvers staðar undir himninum fæðist von;
eins og borgarljósin lýsi upp veginn til sólarupprásar