hinsta kveðja
þegar hann vissi hver sín hinstu örlög yrðu;
að falla fyrir þessum ólæknandi sjúkdómi;
meðan hann stóð í síðustu dyragættinni
og bjóst til ferðarinnar út í náttúruna,
leit hann sem snöggvast við á okkur
eins og til að segja okkur eitthvað
mikilvægt; afhjúpa leyndardóma
sem aðeins deyjandi maður sér;
en hann sagði ekkert, ekki orð;
horfði alvarlegur upp til okkar,
en svo kom það, alveg óvænt:
brosið sem hann skildi eftir
að falla fyrir þessum ólæknandi sjúkdómi;
meðan hann stóð í síðustu dyragættinni
og bjóst til ferðarinnar út í náttúruna,
leit hann sem snöggvast við á okkur
eins og til að segja okkur eitthvað
mikilvægt; afhjúpa leyndardóma
sem aðeins deyjandi maður sér;
en hann sagði ekkert, ekki orð;
horfði alvarlegur upp til okkar,
en svo kom það, alveg óvænt:
brosið sem hann skildi eftir