draumur öldrunarlæknisins
mig dreymdi að allir sjúklingarnir mínir, látnir og lifandi,
kæmu til mín á móttökuna ungir og hraustir að sjá,
ég man mér fannst dálítið skrítið í draumnum
að enginn þeirra virtist eiga pantaðan tíma
og einn þeirra hló bara þegar ég spurði
hvort hægðirnar væru reglulegar