Húsið við ána
föstudagur, 26. mars 2010
hundrað draumar
þegar andvari nýlaufsins fór gegn um reykvaðið nætursviðið
kviknuðu um leið hundrað draumar yfir húsþökunum
sem flögruðu stefnulausir um hljóðan blámann
eins og mannlaus bátur er losnar um nótt
og rekur áfram út á rökkvað haf
HGG
Reykjavík