sunnudagur, 9. nóvember 2008


allegóría/dýramessan

í gulltötrum sínum gekk vættur dýranna inn í stirndan skógarsalinn; hann sagði vorið koma aðeins einu sinni, villigrænt, að maðurinn fæddist blindur eins og hin dýrin en sæi svo aðeins það sem dugði forfeðrum hans til endurmyndunar;

hægt væri að margbrjóta heilann endalaust, minnstu brotin yrðu alltaf óbrotin og að við kölluðum okkur menn því að við fórum úr trjánum en gætum aldrei í raun yfirgefið trén alveg, því þá fengjum við ekki súrefnið og misstum andann

eXTReMe Tracker