saga mannsins
í eilífðarmynstri tímans hafa myndast ævilangir aurslóðar af fátæku dufti lífdómsins, þar sem sögur genanna snúast í blóðmyllum jarðar, svo brot meðvitundar dreifast um draumlausan svefn náttúrunnar
eins og reikistjarna sem fýkur í veðrabrigðunum eitt skjótt tilveruskeið, þannig er maðurinn, leikinn í lifandi tónum langt í kvikuholi ótímans; hálfnóta, sem brátt greinist ekki frá endalausri hljómkviðu alheimsins
eins og reikistjarna sem fýkur í veðrabrigðunum eitt skjótt tilveruskeið, þannig er maðurinn, leikinn í lifandi tónum langt í kvikuholi ótímans; hálfnóta, sem brátt greinist ekki frá endalausri hljómkviðu alheimsins