þriðjudagur, 17. október 2006


flökkusögur

í þessum stuttu og óskýru draumum
sem flökta um þröng aflíðandi strætin
á leið sinni meðfram borgartrjánum

í rjóðri skógarins langt inni í nóttinni
þar sem draugar dýrahringsins dansa
einhver ármilljón kringum lífhvolf sólar

í hverju heimilislausa tungli
sem vaknar djúpt undir sjávarganginum
og finnur sér veg í fari skýjanna, á slóð himins

eXTReMe Tracker