silfurregn á haustgreinum
það stendur einhvers staðar í
hálfdraumi
að þegar vangar sjávar dansa við
tunglið
í takt við kvöldljós lifandi
stórborga
vakni þrá um hríð af árslöngum
draumi
og flökti nakin í óskýrri birtu
götunnar
- áður en hún sofni á ný
og snúi aftur inn í hjartað