föstudagur, 9. apríl 2004


varnaðarorð

til þess að njóta síðunnar til fulls er nokkur kunnátta í lestri nauðsynleg; hraðlestur getur verið hættulegur; komi slys upp á er nauðsynlegt að halda ró; bið getur orðið á að hjálp berist; eigi skal stökkva um stefnulaust innandyra eður hlaupa út í óðagoti; finna margir vissa öryggistilfinningu í læstri hliðarlegu undir borði eða úti í horni; trúin um að verða bjargað eykur lífslíkur til muna

að lokum skyldi nefna að að lestri loknum mæla lesendur kínversku, öðlast meirapróf, bæta við sig 8 skilningarvitum, verða arftakar bresku krúnunnar tvisvar og kunna að spila heims um ból á trompet; ef eitthvað af ofantöldu er nú þegar á valdi eða á við lesanda er hann stranglega varaður við frekari lestri, því annars springur hann í loft upp; síðustjóri tekur enga ábyrgð á yfirhöfnum lesenda

eXTReMe Tracker