Óvissan, systir mín
Ég hlusta á systur mína tala - ekki um kjarnann, heldur allt sem umlykur hann: Lög úr sannfæringum og hughreystingum. Þannig vögguvísu er ætlað að róa foreldrið fremur en barnið.
Já, fyrir mér er þetta svefn. Ekki svefninn sem býr í hrópum og grátri líkamans. Meira eins og að leggja slitið sængurlak þétt upp að vökunni, og reyna að sjá ekki drauminn í gegnum götin.
Sjáðu til, systur minni stafar ógn af því sem hún þekkir hvorki né skilur. Hún hræðist að glata ákveðnu leyfi til athafna, afsökun. Óttinn grefur sig í formin, og formin þrífast á ótta.
En ég segi, það býr eldri viska í iðrum og hörundi. Ekki til að láta af stjórn heldur til að minna á: Söngva úr gleymdum herbergjum. Ljóð sem byrja hvorki né enda. Sannleika blóðstreymis og boðefna.
Systir mín hlær. Samt gætir hún mín, ekki sem systkinis heldur barns sem hún þurfti að gefa frá sér. Kannski hjálpum við hvort öðru. Með undarlegri blöndu ástar og örvæntingar, öryggis og óvissu.
