miðvikudagur, 7. ágúst 2019


reykurinn

hvað lýsir hinu hverfula, fljótandi andartaki betur en reykur sem stígur gætilega upp í sumarlogninu, síbreytilegur að formi, í viðvarandi endurmyndun og mótun eftir smávægilegum hreyfingum loftsins?

hann liðast til himins, eins og laus frá efninu, frá tímabundnum sviptingum allra náttrúlegra hluta, út í ósýnilegar víðáttur, út í hið eilífa og kyrra frelsi handan breytinga og stundlegra skynjana


við sjónarrönd baðast vatnsmökkur ljósgeislum og klýfur form sitt í samfelldum bylgjum úr iðandi hringrás, hver ólík þeirri á undan og sjálf í stöðugri skiptingu og leit að lögun augnabliksins

hann lyftist í morgunbirtunni, umhverfið þögult og rólynt, hvert andartak virðist lengur að líða, eins og hið óendanlega dyljist í svipulum jaðri þess sem verður og hins sem líður hjá


hvað dregur vindana yfir hímandi hvolfin, fangar þá í smáa rennandi þræði úr skýjum og regni eða klæðir brotnandi útlínum þess sem lifnar og deyr með hverjum vængjaslætti?

í umskiptingunum bregður fyrir hverfulli mynd, búinni stuttum skilaboðum, litlum svörum sem hefjast á loft og losna eitt af öðru út í blaktandi vind og ókomnar stærðir

eXTReMe Tracker