mánudagur, 10. júní 2019


skógarmynd

í gylltu ljóði morgunsins
brennur tíminn á blómi jarðar

skógarmynd brotnar á vatnsfleti
og smáeldar stjarna slokkna í djúpin

máninn skilur eftir sig hverfandi form
sem rekur hægt og hljótt út í dagsbirtuna


húsið rökkvað

tungslrönd bærist
í leysingunum

ljósstíft útvíkkað
sjáaldur starir

umslag merkt
eilífðinni

eXTReMe Tracker