þriðjudagur, 25. júlí 2017


upphaf haustsins

fölur vindur í greinum trjánna,
andlit mánans á yfirborði tjarnar,
óskýr minning á hreyfingu yfir djúpinu

fimmtudagur, 13. júlí 2017


milli næturhúsanna

enn fellur regnið á hljóðan skugga
er göturnar blána í birtu nýrrar nætur

hugsun mín hvílir um hríð á smásteinum
undir þögulum hreyfingum skýja og drauma

áður en hún heldur af stað niður eftir strætunum,
með lítil andartök í vindinum og eilífðina framundan

eXTReMe Tracker