sunnudagur, 11. júní 2017


óður náttúrunnar

úr mildum lófum vindsins leið nóttin
eins og örsmá stef í hvíslandi reyrblöð

aldin jarðar glitruðu undir berum himni
er lýsandi mána bar við laufgaðar krúnur

í aflausninni spratt villiblómi skógarins
og færði dauðlega fórn sína fyrir jarðlífið

feginsamlega laukst frjómagn þeirra upp
með heilögum dansi og saklausri játningu

dökkar klukkur og dulin tákn ljómuðu
og ótal draumar lyftust yfir dimmri jörð

því hjörtun hafa hvorki nafn né skugga
er andvari nætur fer hljótt um hús þeirra

eXTReMe Tracker