mánudagur, 12. september 2016


haustrigning

ég heyri stundum litla trommu slegna í regninu,
ýmist þungt eða létt og takturinn smá breytilegur

þegar dimmir yfir húsinu mínu sé ég veröldina glitra,
í náttbirtunni rísa göturnar upp af nöktum skuggunum

frásagnir vindsins hreyfast í einni svipan um lýsandi rýmið,
með raddir sem bregða ljósri dulu á skil staða og fyrri atvika

með tímanum fellur vatnið til sjávar með gleymdum minningum,
þangað til hafið geymir loks alla litina sem við völdum á himininn

eXTReMe Tracker