miðja borgarinnar
rennandi útlínur gatnanna framundan,
frjáls vindur sveigir tré handan ljósanna
dökkbláir gluggar opnast yfir augnablikinu,
uppgötvun dregin lárétt á uppleystar myndir
að yfirgefa minningu er að finna týnt hljóðfæri,
og takt sem myndar veruleika á bak við skuggann
fremst í núinu bíður staðhæfing í upplýstum dyrum
um leit persónu að uppruna sínum og stað í heiminum
gagnsæ gríma lyftist varlega af elstu hlutum borgarinnar
með óteljandi frásagnir upp úr sögulegum dældum hennar
bláir skuggar dansa í flæðandi ljósi við hringtorg og gatnamót
og fella glitrandi ábreiður á rýmið yfir gangvegum og biðskýlum
frjáls vindur sveigir tré handan ljósanna
dökkbláir gluggar opnast yfir augnablikinu,
uppgötvun dregin lárétt á uppleystar myndir
að yfirgefa minningu er að finna týnt hljóðfæri,
og takt sem myndar veruleika á bak við skuggann
fremst í núinu bíður staðhæfing í upplýstum dyrum
um leit persónu að uppruna sínum og stað í heiminum
gagnsæ gríma lyftist varlega af elstu hlutum borgarinnar
með óteljandi frásagnir upp úr sögulegum dældum hennar
bláir skuggar dansa í flæðandi ljósi við hringtorg og gatnamót
og fella glitrandi ábreiður á rýmið yfir gangvegum og biðskýlum
