mánudagur, 18. júlí 2016


himinn og jörð

hví loga vagnar himins yfir dimmum vegum?,
í hljóðri vöku brenna eldar þeirra í djúpi nætur

ég sé lýsandi merkin opnast í fjarlægu mynstri,
andartakið sem eilífðin leggur niður skjöld sinn

hvaða sannleik hefur hún í hljóðri myndun sinni,
þegar draumar árstíðanna lifna og deyja á víxl?

í augum sínum geymir hún gegnsæ, falin vötn,
þar sem regndroparnir sveipa jarðneskar krúnur

og einnig hjarta þitt er nakið í blómgarði hennar,
þar sem glitrandi jörðin afhjúpast á vegferð þinni

eXTReMe Tracker