þriðjudagur, 29. desember 2015


myndun

reykur rennur aftur, áleiðis yfir fornan sand, eins og formlaust leiftur inn við máða geisla og kyrran draum;

það er þá, sem umrót alls sem kviknar og deyr, býr sér stað að nýju í hljóðri og tærri þögn verðandi daga

sunnudagur, 20. desember 2015


eftir alheiminn

fylgdu tengslunum sem birtingin lyftir af framburði andartaksins,
veglaus mynd þeirra mun að endingu vísa þér á leysingar heimsins

því er dagur og nótt hætta að vera, falla hinir miklu turnar sögunnar
og milljarða ára vitnisburður myndar djúpan skilning í hjarta eilífðar

miðvikudagur, 16. desember 2015


yfir rúmi himinsins

til er eldri og dýpri tilvera en hvikul birting persónu og sjálfs, laus frá túlkun skilnings og hugtaka, þar sem tilgangur og tími missa merkingu

yfirborðsmynd fjarlægðar og forma líður yfir kyrra uppistöðu hennar, eins og hélaðri minningu bregði um stund fyrir bráhvítum glugga

eXTReMe Tracker