þriðjudagur, 27. október 2015


yfir jörðinni

fyrir sjóndeildarhringnum hafa strengir himins opnað hvolf sín yfir rúmi jarðarinnar; fíngerð þoka kitlar yfirborð hennar, líkt og fjarræn gustur eða gagnsæ tjöld yfir hæðum og hlíðum

undir niðri vakna hringir og mynstur náttúrunnar í sífellu eins og endurtekin stef úr draumi tilverunnar, færðir yfir veröld ljóss og lifandi forma, úr djúpinu bak við tímann

föstudagur, 16. október 2015


við fótmál skýjanna

í sama mund lýstu gylltir mánar yfir götunum og dauf ljós hreyfðu við lægstu draumunum; þannig tifaði húmið í höndum nætur og reykvaðin ljósbrot svifu yfir dimmum hjörum

nokkrum auglitum síðar risu gráleitir turnar milli skýjanna og óteljandi bjöllur glumdu af hæðum; nær húsinu færðist lágþoka inn um opin hliðin með óm af dulrænum söngvum

eXTReMe Tracker