orðlaus kviða slapp undan óráðnu hreistri og lék yfir stofni jarðarinnar; þar með urðu dansar sólarinnar að þúsund seglum og tilvist mannsins endurtekin stund fyrir athugun og leit
mánudagur, 10. ágúst 2015
fyrirmæli á strætunum
á næturhimninum hefur tíminn snert við djúpi stjarnanna
og hvert andartak vakið ljós úr fjarlægri minningu þeirra
um leið líða óteljandi spurningar og hugtök rétt yfir jörðu
og verða að hljóðri íhugun undir ljóskerjum og götuvitum