þriðjudagur, 10. febrúar 2015


líf jarðar

máninn skein á mitti og baðm mildrar nætur
svo ung jörð og frjó glitraði í döggvaðri slóð

vínviðurinn bar kaleik fylltan blóði að himni
í drukknum söng sínum, glöðum og helgum

ævi mannsins er draumur í hjarta dýrsins
og fiskibein, fært á land úr djúpum hafsins

ég veit ekkert um tilvist guðs og sálar,
og þekki hvorki auglit anda né grímur vætta

en leið mín liggur meðfram óvissu og efa,
í fylgd glaðværðar og galdra undrunar og þrár

svo fylgið mér bræður og systur, sláist með í för,
því lífið er lofgjörð frá morgni til hinnar eilífu nætur

eXTReMe Tracker