mánudagur, 25. júlí 2011


án titils

í fjörunni liggur
bátur á hvolfi
í rigningu

laugardagur, 9. júlí 2011


úr óendanleikanum

undir hinum hvelfandi bogum
var dregin upp mynd yfir aðra eldri,
þú veist, eins og þegar blikandi tunglsrönd
rís yfir sofandi dýpi af minni hrynjandi stjarna;
þannig varð allt ein hending, máluð þvert yfir himininn


miðnæturklukkan

hljóðlega afvinst stirningin
yfir rjóðri miðnætur og skóga,
og eilífðin brotnar í annarri nótt

eXTReMe Tracker