mánudagur, 28. febrúar 2011


í ljósrofi rennandi nætur

fyrir vorið;
nafnlaus viðvera
í birtunni frá regninu

þriðjudagur, 22. febrúar 2011


þau síðustu stræti vetrar

hún stígur inn -
enn óbráðinn snjór í hárinu
og upphafið á brosi sem ég kannast við

eXTReMe Tracker