að morgni
eitthvað
hefur vaxið
í faðmi nætur
og stígur nú fram
undir hinni glóandi dýrð
sem máninn lofaði í alla nótt,
og stjörnur hverfa ein af annarri
inn í geislandi slóð þessarar nýju sólar
meðan rís af náð hennar gullöld glæstra sigra
eitthvað
undir hjóli himnanna, milli götu og skýja,
morgunninn hefur frosið saman við stirnt næturhúmið,