mánudagur, 26. apríl 2010


hvítar nætur

það er eitthvað við íslenska sumarnótt;
einhver óræður tónn falinn í birtu og þögn
eins og himinninn búi yfir ósögðu leyndarmáli

laugardagur, 24. apríl 2010


eftir nærveru daganna

við bakkann stendur gamalt tré
og hallar yfir gáróttan vatnsflauminn
meðan áin heldur áfram að telja regndropana

eXTReMe Tracker