föstudagur, 26. mars 2010


hundrað draumar

þegar andvari nýlaufsins fór gegn um reykvaðið nætursviðið
kviknuðu um leið hundrað draumar yfir húsþökunum
sem flögruðu stefnulausir um hljóðan blámann
eins og mannlaus bátur er losnar um nótt
og rekur áfram út á rökkvað haf


handan veru og falls

líklega er enginn staður, form eða tími;
aðeins tálsýn sem verður skynjuð
af einum og einum fáráðlingi

þriðjudagur, 23. mars 2010


inngangur

í morgunbirtunni
féllu nokkrir geislar á stíginn
líkt og til að bjóða gömlum vini góða ferð

miðvikudagur, 17. mars 2010


náttskyggni

í nótt er himinninn ókyrr
og máninn hljóður viti
milli hverfulla eilífða

eXTReMe Tracker