mánudagur, 17. ágúst 2009


raunveruleiki

í rýminu hafa atburðirnir
horfið burt frá möguleikum líkinda sinna
og fengið stundarskjól í staðbundinni samsetningu veruleikans

laugardagur, 15. ágúst 2009


opus magnum

fegurð náttúrunnar
eins og meistaraverk
á óvart tekinni ljósmynd


blindi málarinn

það var eins og litirnir
á málverkum blinda mannsins
væru dregnir upp úr gamalli minningu

sunnudagur, 2. ágúst 2009


orðaflaumur

ég samdi ekki þennan texta;
ég fann hann fullritaðan
í uppsprettu orðanna

eXTReMe Tracker