miðvikudagur, 29. júlí 2009


heimför

mér fannst ég heyra einhvern
raula gamalkunnuga tóna
aftarlega í lestinni


lagið

það var eitthvað fyndið við þetta lag
og leikarar blásturshljóðfæranna
urðu að gera hlé til að hlæja

þriðjudagur, 28. júlí 2009


andartak

eitt andartak
virtist fræ biðukollunnar
standa kyrrt í lofti mótlægra vinda

miðvikudagur, 22. júlí 2009


prédikunin

við dögun kom í ljós að apabúrið hafði opnast
og stuttu síðar steig óvæntur gestur upp
í prédikunarstól nálægrar kirkju

mánudagur, 20. júlí 2009


sambakóngurinn

eitt sinn var mikill sambakóngur
og í hvert sinn sem hann sveiflaði sér
duttu bananar niður úr fjarlægum trjám

laugardagur, 4. júlí 2009


samúðarskeyti

á
tundurskeytið
var rituð afsökunarbeiðni

fimmtudagur, 2. júlí 2009


upplausn

óreiða regndropanna
vakti mátt ímyndunarinnar
af andlausum svefni endurvarpsins

eXTReMe Tracker