laugardagur, 27. desember 2008


næturljóð

hvítmáninn kastar
silfurlyklum
í vatnið

mánudagur, 15. desember 2008


eilíf æska

gen deyja aldregi hveim
er gott af sér
getur


einu sinni

í hverjum
lífhring náttúrunnar
birtist þessi hverfula paradís


gullmynt í ræsinu

blessunarlega getum við ekki
síað gullið úr götuvatninu
þegar það endurkastar
birtu sólarljóssins!

það væri afskaplega leiðinlegt
að tengja slíka fegurð
við græðgi

fimmtudagur, 4. desember 2008


veglýsing

fylgdu gömlu viðarbrúnni yfir regnklædda ána
aðeins utar hverfa máðir götusteinarnir
brátt sporlausir inn í hvíta þögnina
upp úr þoku og tunglskini

þriðjudagur, 2. desember 2008


segl mót bláma

næturhiminninn;
óteljandi litlar hvítar skútur
sigla hljóðlega niður dimmblátt stórfljótið

mánudagur, 1. desember 2008


sjávarljóð

þar sem hafsbotninn
hefur risið upp fyrir yfirborðið
leikur regnið um hann eins og gömul minning

eXTReMe Tracker