miðvikudagur, 26. maí 2004


út í bláinn

ég stefni í átt til sjávar, straumur minn á hin fjarlægu mið

langt frá upphafinu mun ég renna saman við
hinn óendanlega bláma handan sjóndeildarhringsins

í hinn víðáttumikla rúmsjó, þangað sem allt rennur

föstudagur, 7. maí 2004


tilbúin fegurð

þú getur fundið konu sem læknar hafa breytt
þú getur fundið konu sem fyrir fegurð hefur greitt
en mundu eitt: ósnert er hennar rót, börnin ykkar verða ljót

eXTReMe Tracker